– UM MIG –

Ég heiti Arna Petra Sverrisdóttir og er 20 ára stelpa með fullar hendur af óvissu, það er að segja, ég veit ekkert hvað ég vil gera í lífinu annað en að ferðast, taka fínar myndir, baka (nýtt áhugamál) og elta flugmanninn… Ég er bara ein af þeim sem hefur ekki hugmynd um hvað ég vil gera sem er að mínu mati bara alls ekkert stress, ekki satt?

Ég er fædd og uppalin á Íslandi en draumurinn hefur alltaf verið að búa allt annarsstaðar en á klakanum og sá draumur rættist þetta árið! Ég bý sem sagt núna í Västerås sem er lítil og sæt borg rétt fyrir utan Stokkhólm.

Síðan ég var lítil hef ég alltaf verið svo rosalega forvitin þegar fólk í kringum mig eða jafnvel einhver sem ég finn á netinu flytur út, alveg sama hvert það fer.  Þannig að eftir að ég fékk allar spurningarnar þegar við Tómas fluttum út, sá ég að ég er ekki ein um að verða forvitin þegar kemur að því að prófa eitthvað nýtt, fara út fyrir þægindarammann og flytja í annað land. Þetta er ástæðan fyrir því að mig langaði að byrja að blogga.

En hér ætla ég að skrifa um allt frá heimsreisu, skemmtilegum ferðalögum og til hversdagsleikans hér heima í Svíþjóð. Þetta verður bland í poka af einhverju skemmtilegu.

Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með.

ArnaPetra (undirskrift)

3 Comments Add yours

  1. Íris Lilja says:

    Hlakka til að fylgjast með þèr elskan mín❤️

    Like

  2. Valdís Eva says:

    Baka, NÝTT áhugamál? Aldeilis ekki 😀 Arna litla bakaði alla daga, stundum oft á dag 😉
    Gaman að sjá bloggið, hlakka til að fylgjast með ❤

    Like

    1. arnapetra says:

      Haha já gamalt/nýtt.. ❤️

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s