Í sumar þegar við Tómas komum heim til Íslands eftir 5 mánaða ferðalag um heiminn þá áttuðum við okkur á því að við vorum ekki með nein plön fyrir haustið, sem var virkilega skrítin tilhugsun eftir að hafa verið á fullu seinustu mánuði. En við vorum ekki alveg að taka það í mál að vera á klakanum þannig við fórum beint að skoða flugskóla erlendis fyrir Tómas. Eftir að hafa haft samband við marga skóla þá varð Stoflight Academy í Västerås fyrir valinu.
Þetta gerðist allt saman svo hratt. Við komum heim úr heimsreisunni í lok maí og áður en við vissum af þá vorum við farin að pakka í töskur og flutt inn á nýja heimilið 12 ágúst.
Við Tómas kvöddum svo fjölskylduna okkar saman. Marga vorum við ekki einu sinni búin að hitta eftir að við komum heim úr reisunni og vorum því að hitta suma í fyrsta sinn á árinu, frekar fyndið … (hæ&bæ). En svo héldum við lítið kveðjupartý fyrir okkar nánustu vini.
Hér koma nokkrar myndir frá seinustu dögunum okkar heima á Íslandi.
– Blessbless Ísland –
–